Samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi

Samfelld bílarröð var niður Kambana í kvöld.
Samfelld bílarröð var niður Kambana í kvöld. mbl.is/Guðmundur Karl

Mikil umferð er nú á Suðurlandsvegi og er samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi.  Bílstjóri sem staddur var á Kambabrún kvaðst vera búinn að aka á 10 km hraða frá Rauðavatni og þegar hann horfði yfir Ölfusið sá hann samfellda röð bíla alla leið á Selfoss.

Annar bílstjóri hringdi og bað um að komið væri með nesti  til sín en sá var staddur við Rauðavatn og sjá bara endalausa bílaröð og var búinn að frétta af bílalestinni.

„Ég held að ég komist ekki heim fyrr en á sunnudag; þú verður að koma með nesti,“ sagði hann.  Greinilegt er að mikil ferðahelgi er hafin á Suðurlandi enda spáir góðu veðri um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina