Andríki: Landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til 21. júní

Félagið Andríki, sem m.a. stendur að VefÞjóðviljanum, hefur gefið út skýrsluna Sneið til stjórnvalda þar sem fram kemur meðal annars að landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til fimmtudagsins 21. júní. Síðustu vinnuvikunni fyrir ríki og sveitarfélög er því lokið.

Hinn 21. júní voru  47% ársins liðin en það er hlutfall tekna hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, af vergri landsframleiðslu. Segir Andríki í tilkynningu, að því megi segja að landsmenn hafi eingöngu verið að vinna fyrir hið opinbera fram til þessa Þetta hlutfall hafi aldrei verið hærra en síðustu tvö ár.

Þá segir félagið að ríki og sveitarfélög leggi að auki alls kyns höft og íþyngjandi reglur á landsmenn. Höft í landbúnaði, bæði í framleiðslu og verslun með búvörur, séu Íslendingum dýr og flóknar reglur og eftirlit auka kostnað í atvinnulífinu.

Skýrsla Andríkis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert