Banaslys á Kárahnjúkum

Maður, sem slasaðist í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal í morgun þegar hann féll 5 metra niður á steinsteypt gólf, lést áður en hægt var að koma honum á sjúkrahús. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins, en maðurinn fékk mikla áverka við fallið.

Maðurinn var af portúgölsku bergi brotinn og starfaði hjá verktakafyrirtæki sem vinnur við að setja upp vélbúnað í Fljótsdalsstöð.

mbl.is

Bloggað um fréttina