Brynjar: „Jón Gerald mun áfrýja þessum dómi“

Brynjar Níelsson og Jón Gerald Sullenberger.
Brynjar Níelsson og Jón Gerald Sullenberger. mbl.is/Ómar

Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger, segir rök fyrir sýknu skjólstæðings síns vera það mikil að ákvörðun hafi þegar verið um að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Ég er ósáttur við þessa niðurstöðu og ég veit að Jón Gerald mun áfrýja þessum dómi,“ sagði Brynjar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Brynjar segir niðurstöðuna ekki koma sér mikið á óvart miðað við niðurstöðu Hæstaréttar. „Fyrir liggur að hann útbjó reikninginn þó að hann vissi ekki í hvað átti að nota hann. En skjólstæðingur minn telur fullvíst að það séu ekki saknæmisskilyrði fyrir hendi, og við munum reyna á það.“ Brynjar segist einnig undrandi á að Jón Gerald skuli fá sömu refsingu og Jón Ásgeir, þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, þegar hann er ákærður fyrir að aðstoða hann með því að útbúa reikninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert