Gestur: „Vissulega átti ég von á að hann yrði sýknaður“

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, …
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob R. Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, bera saman bækur sínar. mbl.is/ÞÖK

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fagnaði því að skjólstæðingur sinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en segir umhugsunarvert að sami maður skuli þurfa að mæta til uppkvaðningu dóms vegna út af sömu sakargiftum.

„Þetta er í þriðja skipti sem ég sit í þessum dómstól og hlusta á dóm kveðinn upp út af sömu sakargiftum og var verið að dæma um hér í dag. Vissulega átti ég von á því að hann yrði sýknaður og fagna því, en það er auðvitað umhugsunarefni að nokkur maður skuli þurfa að standa frammi fyrir því að mæta aftur og aftur við uppkvaðningu dóms út af sömu sakargiftum,“ sagði Gestur Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert