Frjálslyndir ítreka vilja um svipað aflamark og frjálsar handfæraveiðar

Þingflokkur Frjálslynda flokksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar stjórnvalda um aflamark, þar sem fram kemur að þingflokkurinn telji að þorskkvóti eigi áfram að vera svipaður og verið hefur. Þá eigi að takmarka loðnuveiðar verulega og gefa handfæraveiðar frjálsar.

Yfirlýsingin fer í heild sinni hér á eftir:

Samþykkt þingflokks Frjálslynda flokksins um aflamark.
Þingflokkurinn telur að virtum öllum fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum að þorskkvóti eigi að vera svipaður og verið hefur. Ákveðinn verði jafnstöðuafli til þriggja ára og að til aflamarkskerfisins verði ráðstafað árlega um 170 þúsund tonnum, sem er það magn sem að jafnaði hefur verið í kerfinu síðustu 15 ár. Loðnuveiðar verði takmarkaðar verulega og ítrekuð er sú stefna flokksins að gefa handfæraveiðar frjálsar.

Markmið um verndun og uppbygging þorskstofnsins með aflamarkskerfinu hefur mistekist. Mikill samdráttur í þorskveiðum á síðasta áratug varð ekki til þess að auka kvótann í kjölfarið til lengri tíma.

Svona mikill samdráttur í aflamarki mun auka á veikleika aflamarkskerfisins sem birtast í brottkasti, framhjálöndum, útflutningi og fölsuðum aflatölum og gera aflatölur enn frekar óáreiðanlegar sem upplýsingar um heildarveiði.

Fyrirliggjandi upplýsingar úr neta- og rækjuralli og haustralli Hafrannsóknarstofnunar gefa aðra og mun betri mynd af ástandi þorskstofnsins en skýrsla stofnunarinnar getur til kynna.

Enginn aðili hefur lagt til að fylgja tillögum Hafrannsóknarstofnunar að fullu. ICES leggur til 152.000 tonn, Seðlabankinn 160 þúsund tonn, LÍU 155 – 160 þúsund tonn, Landssamband smábátaeigenda leggur til 220.000 tonn svo og Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar svo nefnd séu nokkur dæmi.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um mikinn niðurskurð í þorskveiðum næstu þrjú ár mun leiða til mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi og stuðla að verulegri fólksfækkun, einkum þar sem atvinna byggist að verulegu leyti á þorskveiðum.

Engin áform eru hjá ríkisstjórninni um að auka atvinnuöryggi fólks með nauðsynlegum breytingum á aflamarkskerfinu. Boðaðar mótvægisaðgerir í atvinnumálum eru óljósar og ómarkvissar. Reynslan af almennu og loðnu orðalagi er því miður sú að viljinn til verka sé meiri í orði en á borði.

Boðuð flýting framkvæmda í samgöngum og fjarskiptum er af hinu góða en draga ekki úr högginu af samdrættinum í atvinnu og tekjum fyrir einstaklingana.

Veiðigjaldið var grundvöllurinn að samkomulagi um að hafa óbreytt aflamarkskerfi. Sá grundvöllur brestur þegar veiðigjaldið verður afnumið næstu 2 ár í þorskveiðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...