Lauk stúdentsprófi á tveimur árum og æfir af krafti

Margrét Kara Sturludóttir
Margrét Kara Sturludóttir Víkurfréttir/Þorgils

eftir Gunnar Pál Baldvinsson

gunnarpall@mbl.is

Menntaskólinn Hraðbraut útskrifaði nemendur í þriðja sinn nú í mánuðinum. Af 52 útskriftarnemum útkskrifaðist Margrét Kara Sturludóttir með hæstu einkunn en samhliða náminu hefur hún æft körfubolta af kappi.

Margrét Kara útskrifast með stúdentspróf tveimur árum á undan flestum jafnöldrum sínum en hún verður 18 ára nú í ár. Nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum Hraðbraut er tvö ár og segir Margrét Kara að henni hafi fundist skólinn áhugavert tækifæri til að klára stúdentsprófið á stuttum tíma. "Kerfi skólans er líka mjög gott og hentaði mér mjög vel. Síðan er skólinn líka mjög persónulegur." Stúdentsprófseinkunn Margrétar Köru var 8,99.

Samhliða námi hefur hún leikið með meistaraflokki Keflavíkur í körfubolta kvenna og einnig unglingalandsliði Íslands. Hún var kjörin efnilegasti leikmaður úrvalsdeildar kvenna á lokahófi Körfuknattleikssambandsins í vor auk þess að vera valin í lið ársins sem samanstóð af bestu leikmönnum deildarinnar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »