Blæðingar í Kræklingahlíð

Vegna hættu á blæðingum í slitlagi á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða.

Vegna framkvæmda verður Vatnsfjarðarvegur númer 633 lokaður til hádegis laugardaginn 21. júlí. Opið verður út í Reykjanes úr Mjóafirði.

Lokið er 1. áfanga malbikunar við nýtt hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vesturlandsveg við gatnamót Þingvallavegar hefur nú verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. Jafnframt hafa gatnamót við Þingvallaveg verið færð um 100 m. til suðurs.

Af þessum sökum þarf að aka í sveigum um svæðið og eru vegfarendur beðnir að sýna fyllstu aðgát og huga vel að merkingum á svæðinu. Þetta fyrirkomulag mun vara fram í miðjan ágúst, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina