Áberandi mótmæli

Flestir hafa líklega haft veður af aðgerðum alþjóðlega mótmælahópsins Saving Iceland sem er hér á landi að mótmæla stóriðju. Hópurinn, sem hefur slegið upp búðum á Mosfellsheiði, hefur m.a. staðið fyrir mótmælagöngu, haldið ráðstefnu, lokað vegum og unnið skemmdarverk á húsnæði ræðismanns Íslands í Edinborg.

Þótt nokkuð hafi verið um mótmæli á Íslandi hafa aðgerðir af þessu tagi ekki áður verið jafn áberandi á höfuðborgarsvæðinu. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins verður rætt hvers vegna þetta gerist núna og hvaða merkingu það hefur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert