Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri færð höfðingleg gjöf

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti

Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri barst höfðingleg gjöf frá velunnara sem vildi ekki láta nafns síns getið. Fram kemur á vef sjúkrahússins að um peningagjöf sé að ræða sem nemur fjórum milljónum kr.

Að ósk gefanda verður fjárhæðin nýtt til kaupa á sérhæfðu eftirlitskerfi fyrir sjúklinga á slysadeild sjúkrahússins.

Gefanda eru færðar innilegar þakkir og kveðjur fyrir þessa myndarlegu gjöf til Gjafasjóðs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, segir á vef FSA.

mbl.is

Bloggað um fréttina