Öld bláa gullsins runnin upp

Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is

Uppbygging olíuhagkerfisins hafði mikil áhrif víða um heim á síðustu öld og engin tilviljun að hugtakið „svarta gullið" varð til í umræðum um hina miklu verslunarvöru sem olían hefur verið.

Líkt og ferskvatnið er olían takmörkuð auðlind og í ljósi þeirrar spár Sameinuðu þjóðanna að árið 2025 muni þrír milljarðar manna búa á svæðum þar sem vatnsframboðið er ótryggt má færa rök fyrir því að eitt helsta verkefni mannkyns á þessari öld verði að tryggja öllum jarðarbúum nægan aðgang að hreinu vatni. Gæti það gríðarlega verk- efni orðið jafn mikið að umfangi og uppsetning innviða olíuhagkerfisins á 20. öld.

Hundrað falt meira magn hér en í Afríku

Íslendingar eru einkar vel settir hvað varðar aðgang að „bláa gullinu", enda er ferskvatnsauðlind þjóðarinnar um 670 þúsund rúmmetrar á mann, eða yfir hundraðfalt meiri en flestra Afríkuríkja.

Vatnsskortur er svæðisbundinn vandi sem á sér flóknar og margþættar orsakir. Víða verður hægt að vinna gegn honum með háþróaðri vatnshreins- un, tækni sem fjárfestar kunna að sýna aukin áhuga á næstu áratugum. Slík hreinsun er enn sem komið er fremur dýr og er ljóst að hún verður ekki á færi allra sem hennar þurfa nema til komi stórkostleg uppbygging í hinum ört vaxandi stór- borgum þróunarríkjanna.

Fjallað er um ýmsar hliðar vandans í sunnudagsblaði Morgunblaðins og hann settur í samhengi við get- gátur um að baráttan um yfirráð yfir vatnslindum verði einhver helsta ástæða átaka á öldinni sem nú er að hefjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert