Bensínverð hækkar

Verð á 95 oktana bensíni með fullri þjónustu hækkaði í dag hjá Skeljungi og Olís í 132 krónur, úr 130 krónum, samkvæmt því sem fram kemur á vefjum félaganna. Lítraverðið er einnig 132 krónur hjá N1. Sjálfsafgreiðsluverð er nú 127 krónur hjá öllum félögunum. Verð á díselolíu er 126 kr lítrinn í sjálfsafgreiðslu og 131 króna með þjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert