14 ára fá undanþágu til að afgreiða tóbak

Í Krónunni á Reyðarfirði mega unglingarnir sem starfa við afgreiðslukassana í versluninni afgreiða tóbak þótt þeir séu ekki orðnir 18 ára. Hefur það sætt undrun viðskiptavina að unglingar á aldrinum 14 til 16 ára skuli teygja sig í sígarettupakka og rétta þeim.

Samkvæmt lögum um tóbaksvarnir mega þeir sem eru yngri en 18 ára ekki afgreiða tóbak. Heimild er hins vegar til að veita tímabundna undanþágu frá 18 ára aldurstakmarkinu ef aðstæður eru sérstakar, eins og til dæmis erfiðleikar með að fá annað starfsfólk.

„Við fáum undanþágu frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands en áður en undanþágan er veitt þurfa forráðamenn krakkanna að samþykkja að þeir afgreiði tóbak," segir Ásdís Jóhannesdóttir verslunarstjóri.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina