Nóttin gekk vel fyrir sig

Lögreglan fylgist með því að allt fari vel fram á …
Lögreglan fylgist með því að allt fari vel fram á Menningarnótt mbl.is/Júlíus

Allt gekk vel fyrir sig í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rólegt yfirbragð var á bænum. Þó er ekki talið að færra fólk hafi verið í miðbæ Reykjavíkur heldur en fyrri ár, heldur dreifðist fjöldinn betur. Um 30.000 manns voru á tónleikum á Miklatúni.

Um 15.000 manns voru í bænum í nótt eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Töluverð ölvun var en rólegra yfirbragð heldur en síðastliðin tvö ár og tók fólk almennt afskiptum lögreglu vel. Nokkrir gistu fangageymslur lögreglu vegna ölvunar og óspekta og eru geymslurnar fullar. Engin alvarleg atvik áttu sér þó stað.

Hátt í 90 lögreglumenn voru á vakt í miðbænum í gærkvöldi og var lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir með mikinn viðbúnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina