Situr ekki undir ærusviptingu

Kristján L. Möller samgönguráðherra segist ekki geta séð að Einar Hermannsson sitji undir ærusviptingu vegna sinna orða, en útilokar þó ekki viðbrögð af sinni hálfu ef fjárlaganefnd tekur þátt Einars í ferjumálinu til skoðunar og metur ábyrgð hans minni en yfirlýsingar ráðherrans í fjölmiðlum hafa gefið í skyn. Hann hafi aldrei lýst ábyrgðinni á hendur Einari.

Einar, sem er skipaverkfræðingur og ráðgjafi, ritaði fulltrúum í fjárlaganefnd nýlega bréf þar sem hann krafðist þess að ábyrgð hans í málinu yrði skoðuð nánar. Vildi ráðherra ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu en sagði það sitt helsta umhugsunarefni að klára mál Grímseyjarferju farsællega.

Ferjumálið er erfðagóss

"Þetta mál er auðvitað erfðagóss sem kom til mín frá fyrri tíma. Það sem ég er mest upptekinn við núna er að sigla málinu í höfn og gera úr ferjunni nothæft og gott skip með hagsmuni Grímseyinga og ríkissjóðs að leiðarljósi," segir Kristján.

Ráðstafanir samgönguráðherra í kjölfar margumræddrar skýrslu ríkisendurskoðunar eru nú komnar til framkvæmda, en verkefnahópur sem hann fól Vegagerðinni að mynda eftir að skýrslan kom út fundaði í fyrsta sinn í gær. Á fundinum var rætt um nýja verkáætlun og nýja kostnaðaráætlun fyrir það sem eftir er af verkinu. Þá er stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Vegagerðinni að sögn einnig að komast í gang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert