Borgin greiðir 274 þúsund með hverjum tónlistarnema

mbl.is/Skapti
Eftir Hlyn Orra Stefánsson – hlynur@bladid.net

Fjárframlög Reykjavíkurborgar til 21 tónlistarskóla í fyrra námu rúmum 710 milljónum króna, að því er fram kemur í ársskýrslu menntasviðs Reykjavíkurborgar. 2.593 nemendur skólanna nutu styrkja frá Reykjavíkurborg, sem þýðir að borgin greiddi um 274 þúsund krónur með hverjum reykvískum nema í tónlistarskóla.

Að sögn Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, er greiðsla þessi einungis vegna kennslulauna við tónlistarskólana. Húsnæðiskostnað og annan rekstrarkostnað fjármagna tónlistarskólarnir hins vegar með skólagjöldum.

Til samanburðar ákvað borgarstjórn í fyrra að hækka styrk fyrir hvern grunnskólanemanda í almennum einkareknum grunnskóla úr 442.976 krónum á ári í 515.963 krónur.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina