Vilja óháða nefnd um Grímseyjarferjumál

Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.
Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.

Jón Bjarnason og Árni Þór Sigurðsson, fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis, hafa farið fram á að samgönguráðherra skipi nú þegar óháða nefnd með aðild heimamanna í Grímsey til að fara yfir þá kosti sem eru nú í stöðunni varðandi nýja Grímseyjarferju.

Þeir Jón og Árni Þór vilja, að nefndin kanni sérstaklega hvort ekki sé hagkvæmara og öruggara og þjóni best framtíðarhagsmunum að endurbætur á þeirri ferju sem nú er unnið að verði stöðvuð og hún seld í því ástandi sem hún er nú. Í stað hennar verði þá samið um byggingu nýrrar ferju sem þjóni farþega- og vöruflutningum sem best á þessari leið.

„Ef höfð eru snör handtök og ákvörðun tekin fljótlega getur ný ferja, byggð frá grunni, verið tilbúin 2009 þegar undanþáguheimild núverandi ferju rennur út," segir í greinargerð með tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina