Handrukkarar í haldi lögreglu

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar sakaðir um hótanir um …
Tveir menn eru í haldi lögreglunnar sakaðir um hótanir um líkamsárás. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um hótanir þeirra um líkamsmeiðingar austarlega í Kópavogi. Tilkynning um hótanirnar bárust klukkan 15:30 og 18 mínútum síðar voru mennirnir stöðvaðir í umferð á Háaleitisbraut í annarlegu ástandi. Hald var lagt á tvo stóra hnífa sem fundust í fórum þeirra og nokkrar ryskingar urðu við handtökuna sem og þegar blóðsýni var tekið síðar. „Það er handrukkaralykt af þessu máli," sagði varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík.

Mennirnir eru á þrítugsaldri og fyrir utan hótanirnar um líkamsmeiðingar og ólöglegan vopnaburð verður annar maðurinn að öllum líkindum kærður fyrir lyfjaakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert