Stunduðu fíkniefnaneyslu á gamla varnarsvæðinu

Fimm ungmenni voru í nótt handtekin inni á fyrrverandi veitinga- og keilustað á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Höfðu þau brotist þar inn og eru grunuð um að hafa farið þar nokkrum sinnum áður. Ungmennin eru að auki grunuð um að hafa verið þar við fíkniefnaneyslu og að hafa unnið þar nokkur eignaspjöll.

Að sögn lögreglu voru ungmennin, þrír piltar á tvær stúlkur á aldrinum 16 til 17 ára, vistuð í fangaklefum lögreglunnar og verða færð til skýrslutöku með morgninum.

mbl.is