Reglur um flutning fjárheimilda verði skýrari

Fjallað var um Grímseyjaferjuna á fundi fjárlaganefndar í dag
Fjallað var um Grímseyjaferjuna á fundi fjárlaganefndar í dag mbl.is/Sverrir

Meirihluti fjárlaganefndar lagði til á fundi í dag að reglur um flutning fjárheimilda á milli verkefna og á milli ára verði gerðar skýrari en þær virðist nú. Fjallað var um greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferjunnar á fundinum í dag.

Tekið er undir athugasemdir Ríkisendurskoðunar undanfarin ár um framkvæmd fjárlaga, við að stofnanir hafi farið fram úr fjárheimildum án þess að gripið sé til aðgerða eins og reglur segja til um.

Í skýrslu meirihlutans kemur fram að hann taki undir það sjónarmið að kostnaður við endurbætur verði framvegis færður á stofnkostnaðarliði en ekki sem rekstrarframlög til að samræmi verði milli samgönguáætlunar, ríkisreiknings og fjárlaga.

Þá er lagt til að Ríkisendurskoðun, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneyti komi að því að gera reglur um flutning fjárheimilda á milli verkefna og á milli ára skýrar en þær eru nú. Einnig að umræddir aðilar endurrýni og geri úrbætur á verklagi sem miði að því að framkvæmd fjárlaga verði með betri hætti en nú er.

Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig í skýrslunni áherslu á að sameiginlegur skilningur um grundvallaratriði er varðar framkvæmd fjárlaga þurfi hverju sinni að vera fyrir hendi hjá aðilum sem vinna að framkvæmdinni og/eða eftirliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert