Erfitt að nálgast hópinn

Sviðsett mynd af sprautufíkli
Sviðsett mynd af sprautufíkli mbl.is/Golli
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur

sunna@mbl.is

„Ég man að stundum átti ég ekki krónu og notaði þá sömu áhöldin dögum saman eins lengi og hægt var, stundum fékk ég lánuð áhöld hjá vinum mínum því það eina sem komst að hjá mér var að fá vímuna, deyfa mig niður. Ég man að ég hugsaði alveg um það að ég gæti smitast, mér var stundum alveg sama því það eina sem ég þráði ofar öllu var að deyja. Sem betur fer varð mér ekki að þeirri ósk minni."

Þannig lýsir Benedikta, sem bloggar á slóðinni benna.blog.is, viðbrögðum sínum við frétt af því að landlæknir óttist að HIV-faraldur sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi. Fjórir úr þessum hópi hafa greinst með HIV það sem af er ári, jafnmargir og hafa greinst sl. fimm ár. Talið er að um 500 sprautufíklar séu á höfuðborgarsvæðinu.

Benedikta tekur undir með sóttvarnalækni og segir nauðsynlegt að gera áhöldin aðgengilegri. "Ég hef oft þurft á hreinum áhöldum að halda um nótt en þá hafa apótekin verið lokuð og ég þá endað með því að nota einhver gömul frá mér eða fengið lánað notað dót hjá vinum mínum."

Erfitt og nær ómögulegt er að ná til fíkniefnaneytenda með fræðslu að sögn Inga Rafns Haukssonar, formanns Alnæmissamtakanna. Aðgangur allan sólarhringinn að ókeypis sprautunálum sé því grundvallaratriði varðandi útbreiðsluna.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert