Apakettir á vélhjólum

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net

„Þetta eru bara apakettir sem fara ekki eftir reglum og það er alveg skelfilegt til þess að vita," sagði Snorri Jóhannesson, bóndi og veiðivörður á Arnarvatnsheiði, um skemmdir sem mótorhjólamenn unnu á viðkvæmu landi á Arnarvatnsheiði.

„Hluti svæðisins verður mörg ár að gróa," sagði Snorri, en að hluta til er um votlendi að ræða. "Þarna er viðkvæmur gróður. Mestu skemmdirnar eru á bökkum eins fallegasta vatnsins á svæðinu. Þetta er náttúruparadís."

Fimm torfæruvélhjól og eitt fjórhjól ollu skemmdunum og kom sjónarvottur að mönnunum. Snorri segir að kæra hafi nú verið lögð fram til lögreglu og að upplýsinga um nöfn mannanna sem þarna voru að verki hafi nú þegar verið aflað. Sönnunarbyrði þykir mjög þung í þessum málum og því er Snorri ekki sérstaklega vongóður um að hinir seku verði kallaðir til ábyrgðar, en segir engu að síður að hann treysti því að málið verði tekið alla leið í dómskerfinu.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert