Nýtt stöðuvatn virðist hafa fæðst í gíg Oksins

Sérfróðir menn eru sammála um að jafnmikið vatn hafi ekki …
Sérfróðir menn eru sammála um að jafnmikið vatn hafi ekki áður sést á þessum stað.

Nýtt stöðuvatn blasti við augum hjónanna Helgu Bogadóttur og Hilmars J. Malmquist, vatnalíffræðings og forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs, þegar þau gengu á Okið í ágúst s.l..

Vatnið sem myndast hefur í gíg Oksins var allt að því 50-60 metra langt og uppundir 30 metra breitt þar sem lengst var á milli bakka. „Það er að taka á sig reglulega gígvatnsmynd," sagði Hilmar. "Af litnum að dæma og allri umgjörð virðist þetta vera fullþroskað vatn."

Hilmar hefur gengið á Okið nokkrum sinnum áður og gígurinn þá verið fullur af snjó og ís en hann hefur aldrei séð vatn í gígnum né heldur heyrt um það fyrr en nú. Hilmar kvaðst hafa sýnt Snorra Jóhannessyni á Augastöðum myndir af vatninu því Snorra þekkti þetta svæði vel og hefði farið oft þar um og eins flogið þar yfir. Snorri hefði verið sér sammála sér um að jafn mikið vatn hefði ekki áður sést á þessum stað. Í svipaðan streng tóku jarð- og jöklafræðingar sem Hilmar ræddi við. „Flest bendir til þess að nýtt vatn hafi fæðst og bæst við vatnasafn landsins," sagði Hilmar.

„Slík nýmyndun vatns er mjög forvitnileg í vísindalegu tilliti, m.a. er áhugavert fyrir vatnalíffræðinga að fylgjast með framvindu lífs í svo ungu og ómótuðu vistkerfi." Hilmar sagði jökulinn í norðurhlíðum Oksins hafa hopað mikið á undanförnum árum. Hop jökulsins og myndun gígvatnsins mætti vafalítið rekja til hlýnandi loftslags.

Hilmar taldi að gígvatnið nýja á Oki gæti skapað hættu fyrir ferðamenn.

Ef kæmi ísskæni á vatnið og fennti yfir gæti þar leynst varasöm gildra fyrir ferðamenn, ekki síst þá sem fara um akandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert