Mætti selja lausasölulyf í sjálfsala

Eftir ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Sjálfsali með lausasölulyf gæti verið lausnin fyrir þá sem fá til dæmis sáran höfuðverk að næturlagi og eiga ekki verkjatöflu heima, að mati Einars Magnússonar, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu. „Það yrðu hins vegar sjálfsagt skiptar skoðanir um hvort það væri eðlilegt," segir Einar.

Guðmundi Erni Guðmundssyni, apótekara í Lyfjum og heilsu á Háaleitisbraut, finnst sjálfsali með lausasölulyf dæmi út úr kú, eins og hann orðar það.

Lyf og heilsa á Háaleitisbraut var eina apótekið sem hélt áfram næturvörslu eftir að það var ekki lengur skylt samkvæmt lögum sem sett voru 1996. Næturvörslunni var hins vegar hætt þar í ársbyrjun 2001. „Það var enginn grundvöllur fyrir rekstrinum," segir Guðmundur.

Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir Læknavaktarinnar, segir afgreiðslu apóteks að næturlagi eðlilega kröfu nú á dögum. „Sé hugsað um almenna þjónustu og kröfur í dag er það kannski spurning hvort ekki eigi að vera í einhverri næturverslun eitt apóteksútibú með algengum handkaupslyfjum."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert