Íslendingur vann 105 milljónir í Víkingalottói

105 milljónir króna voru í pottinum í Víkingalóttóinu.
105 milljónir króna voru í pottinum í Víkingalóttóinu. mbl.is/Golli

Íslendingur vann 105 milljónir íslenskra króna í Víkingalottóinu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá var vinningsmiðinn keyptur í Hagkaupum á Akureyri en vinningshafinn sem hlýtur óskiptan vinning hefur ekki gefið sig fram. Þetta mun vera langstærsti vinningur sem Íslensk getspá hefur deilt út, en fyrir fimm árum var fyrsti vinningur í Lottóinu 80 milljónir.

Víkingalottóið er samstarf 6 landa, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands og Íslands en miðinn sem var keyptur á Akureyri var sá eini sem er með allar tölurnar réttar og vann nákvæmlega 105.678.670 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert