Skoða samstarf Íslands og Færeyja á heilbrigðissviði

Heilbrigðisráðherrar Íslands og Færeyja, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Hans Pauli Strøm, hafa skipað nefnd sem hefur það hlutverk að semja tillögur um samstarf Íslendinga og Færeyinga í lyfja- og heilbrigðismálum. Markmiðið er að koma á fót sameiginlegum markaði fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu.

Nefndinni er falið að draga fram þau heilbrigðissvið sem falla vel að samstarfinu og þá þætti, sem stuðla að viðskiptum með lyf, hjúkrunar- og lækningavörur í anda fríverslunarsamnings milli Íslands og Færeyja, sem tók gildi 1. nóvember 2006.

Í nefndinni eru Einar Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Heri Mørkøre, landsapotekari, Tummas í Garði, læknastjóri á Landssjúkrahúsinum og Vilhelmína Haraldsdóttir sviðstjóri á Landspítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert