Mikilvægt að kannað verði hvort ESB og evra þjóni hagsmunum Íslands

Frá þingi Starfsgreinasambandsins.
Frá þingi Starfsgreinasambandsins. mbl.is/RAX

Þing Starfsgreinasambandsins telur mikilvægt að kannað verði hvort aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru þjóni hagsmunum Íslands. Þetta kemur fram í ályktun, sem samþykkt var á þingi sambandsins í dag.

Í ályktuninni segir, að skilgreina þurfi kostina og gallana og gefa fólki tækifæri til að átta sig á því hvað muni breytast við mögulega inngöngu. Það verði að vera verkefni ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili.

Í greinargerð með ályktuninni segir, að innganga í Evrópusambandið og upptaka evru hefði í för með sér margþættan ávinning en í því felist einnig óvissa. Meira sé vitað um ávinninginn af ESB‐aðild en um mögulegar neikvæðar afleiðingar hennar eins og þeim, að tryggja sérhagsmuni Íslands og afleiðingum af óagaðri hagstjórn.

Ályktun SGS um evru og ESB

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert