Vinna við nýja Grímseyjarferju gengur vel

Kristján L. Möller ásamt Guðmundi Helga Víglundssyni og Eiríki Ormi …
Kristján L. Möller ásamt Guðmundi Helga Víglundssyni og Eiríki Ormi Víglundssyni, forsvarsmönnum Vélsmiðju Orms og Víglundar.

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, kynnti sér í gær hvernig endurbótum á nýrri Grímseyjarferju miðar þegar hann heimsótti Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Haft er eftir Kristjáni á heimasíðu samgönguráðuneytisins, að hann sjái ekki annað en að starfinu miði vel en 20 manns starfa við endurbæturnar sex daga vikunnar.

Ný verkefnisstjórn tók fyrir nokkru við umsjón verksins og hefur hún haldið allmarga verkfundi. Til stendur að funda með fulltrúum Grímseyinga á næstunni.

Gert er ráð fyrir að Vélsmiðjan skili ferjunni í lok nóvember en þá verður enn eftir að ganga frá ýmsum atriðum og því ekki fullljóst hvenær skipið verður klárt til siglinga á Grímseyjarleiðinni. Vonir standa til að það verði í byrjun ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert