Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt heimildum …
Nýr meirihluti hefur verið myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt heimildum mbl.is. mbl.is/Sverrir

Meirihlutasamstarfið í borgarstjórn Reykjavíkur er sprungið samkvæmt heimildum mbl.is. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verður nýtt meirihlutasamstarf núverandi stjórnarandstöðuflokka og Framsóknarflokksins. Rætt mun um að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, verði borgarstjóri.

Áformaður var meirihlutafundur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Höfða eftir hádegi í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, mætti ekki og bar við veikindum. Skömmu síðar, á meðan sjálfstæðismenn sátu á fundi, barst tilkynning frá Birni um að meirihlutasamstarfinu væri slitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert