Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið

Vilhjálmur ásamt Jórunni, Júlíusi Vífli og Hönnu Birnu
Vilhjálmur ásamt Jórunni, Júlíusi Vífli og Hönnu Birnu mbl.is/Brynjar Gauti

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segist ekki minnast þess að hafa séð minnisblaðið þar sem fram kom að Orkuveita Reykjavíkur myndi beina öllum verkefnum erlendis til REI og að samningurinn væri til tuttugu ára. Vilhjálmur staðfesti að fundurinn hafi átt sér stað á heimili sínu þann 23. september með Bjarna Ármannssyni og Hauki Leóssyni. Hann segir að mörg skjöl hafi verið lögð fram á fundinum og hann muni ekki eftir þessu tiltekna skjali. Þetta kom fram í Kastljósi RÚV í kvöld.

Þar kom fram að Bjarni og Haukur hafi staðfest það við Helga Seljan að minnisblaði hafi verið skilið eftir á heimili Vilhjálms en Vilhjálmur þvertók fyrir það í Kastljósi.

mbl.is