Eftir Atla Fannar Bjarkason -
Svavar Lúthersson, framkvæmdastjóri Istorrent ehf., sagði í viðtali við 24 stundir í síðustu viku að hann hefði meðal annars boðið Samtökum myndrétthafa á Íslandi að tilkynna sér um ólöglega dreifingu á síðunni. Hann sagðist bregðast skjótt við ef eigendur höfundarréttar efnis sem miðlað er í gegnum síðuna færu fram á að komið yrði í veg fyrir aðgang að því.
Nýútkomin breiðskífa Sprengjuhallarinnar er einnig í boði á Torrent.is. "Þarna fer fram síendurtekið brot á rétti allra rétthafa, hvort sem þeir eru höfundar, flytjendur eða útgefendur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá Senu. "Þarna er fyrst og fremst verið að sýsla með höfundarréttarvarið efni."