Bernskir borgarfulltrúar

"Seta í tímabundinni stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er mikilvægt og virðingarvert verkefni," segir Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, iðnaðarráðherra og seðlabankastjóri. Hann hefur tekið sæti í stjórn OR undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst og fyrrum þingmanns Samfylkingar. Jón segir stjórnina ekki koma pólitík eða fyrrum formanni Framsóknar við.

"Þetta er viðskiptalegt stjórnunarverkefni. Það var sjálfsagt og skylda mín að taka sæti í stjórn OR, þegar eftir því var leitað. Ég á ekki von á því að það verði nein læti í kringum reglulega starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. Við tryggjum rekstur og starfrækslu meðan menn á vettvangi stjórnmálanna fjalla um stefnumál fyrirtækisins," segir Jón. Hann segir kjörna fulltrúa ráða því hvort stjórn OR verði á einhvern hátt fengin til ráðgjafar um þá stefnumótun. "Ég hef áður starfað í stjórnum og fyrirtækjum og veit ekki annað en að Orkuveita Reykjavíkur sé stöndugt, sterkt fyrirtæki undir góðri stjórn hæfra stjórnenda. Ég lít á verkefnið sem stjórnunarlegt og viðskiptalegt." Jón Sigurðsson segir ásakanir um að Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúi Framsóknar í stjórn OR, hafi fært fjárfestum tengdum flokkunum milljarða fráleitar. Gísli Marteinn Baldursson sagði þetta í borgarstjórn í fyrradag og fleiri sjálfstæðismenn hafa sakað Björn um að ganga erinda tiltekinna auðmanna. "Þetta eru fráleitar ásakanir. Það er hreint lögbrot ef menn mismuna hluthöfum umfram það sem segir í samþykktum hlutafélags. Mér er ekki kunnugt um að sérstakt hluthafasamkomulag sé til. Ef slík ákvæði eru ekki til hefur þú enga ástæðu til að flokka eigendur á þennan hátt," segir Jón.

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið tilfinningar og skapsmuni hlaupa með sig í gönur," segir Jón Sigurðsson og skrifar atburðarás og yfirlýsingar síðustu daga á reikning fljótfærni og reynsluleysis þeirra borgarfulltrúa sem í hlut eiga. "Þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur. Þeir eru í uppnámi og verður áreiðanlega fyrirgefið það. Auðvitað á að gefa borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tíma til að ná jafnvægi á ný. Þetta er gott fólk sem líður illa. Við vorkennum því."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjöru

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjöru á Vesturlandi í dag. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband, sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmenn sumarhótels sem rekið er á staðnum tóku myndbandið upp og var þeim sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...