Hægt að fylgjast með ferð svana á netinu

Svanir á sundi á Reykjavíkurtjörn.
Svanir á sundi á Reykjavíkurtjörn. mbl.is/Sverrir

Á netsíðu bresku náttúruverndarsamtakanna WWT er hægt að fylgjast með ferðum sjö svana, sem verptu á Íslandi í sumar. Sendar hafa verið festir við svanina og er hægt að fylgjast með þeim gegnum gervihnött. Fimm af svönunum eru enn á Íslandi en tveir eru komnir til Skotlands.

Fram kemur á netsíðunni, að menn þar á bæ hafi verið farnir að hafa talsverðar áhyggjur af svaninum Merlin, sem lagði af stað frá Íslandi um miðjan október. Hins vegar mun Merlin hafa sést á Cape Wrath í norðurhluta Skotlands í gær.

Vefsíða WWT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert