Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin

Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld verða afnumin á fyrri hluta kjörtímabilsins, að því er fram kom á blaðamannafundi sem Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, boðaði til í dag.

Á fundinum kynnti ráðherrann nýja sókn í neytendamálum og sagði ráðuneytið myndu vinna að því á kjörtímabilinu að stuðla að góðum viðskiptaháttum í íslensku samfélagi og því hefði verið ákveðið að hrinda af stað heildarstefnumótun á sviði neytendamála. Meðal annars stendur til að setja lög um greiðsluaðlögun til að skapa leið til að létta óyfirstíganlega skuldabyrði fólks án þess að til gjaldþrots komið.

Björgvin sagði að fyrsti áfangi vinnunar væri hafinn en í honum felst að háskólastofnunum hefur verið falið að vinna ítarlega rannsókn á stöðu neytendamála. „Markmiðið er að skapa réttindum og hagsmunum neytenda verðugri sess í samfélaginu, vinnna gegn háu verðlagi á Íslandi á Íslandi sem margir kalla fákeppni [og] okur á sumum sviðum. Við ætlum að vinna gegn háu verðlagi, auðvelda almenningi að takast á við breytta verslunarhætti, styrkja og auka vitund neytenda um sinn rétt," sagði Björgvin.

Hann benti á að á hinum Norðurlöndunum hefðu hefðu neytendamál stóran sess og vitund neytenda væri sterk, „Það er erfitt til dæmis að okra á Dönum. Fólk er mjög meðvitað um þessi mál," sagði ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina