Rætt um negrastráka, svertingja og tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu

Forsíða bókarinnar umdeildu.
Forsíða bókarinnar umdeildu.

Negrastrákar, kynvillingar og fávitar voru mepal þess sem rætt var á fundi í Alþjóðahúsinu í gær. Þar var velt upp hugtakanotkun í málefnum innflytjenda og var kveikjan endurútgáfa bókarinnar Negrastrákarnir eftir Gunnar Egilson, með myndum eftir Mugg.

„Við vildum ræða í víðu samhengi hvað væri í lagi að segja og hvað ekki,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, en að hans sögn höfðu fundargestir ólíkar hugmyndir um ýmis orð, til dæmis svertingja og negra. „Fram komu sjónarmið um að óvarlegt væri að ritskoða bækur á borð við Negrastrákana en síðan væri alltaf spurning um hvað væri við hæfi og mörgum þótti bókin ekki við hæfi.

Kristján B. Jónasson benti á að Edda útgáfa hefði fyrir nokkrum árum ákveðið að gefa bókina ekki út aftur. Almennt af því að um barnabók er að ræða fannst fólki að gera mætti strangari kröfur,“ segir Einar. Sjálfum finnst honum að í formála hefði mátt hjálpa foreldrum að nálgast efnið með börnunum.

„Í bókinni deyja negrastrákarnir tíu hver af öðrum sökum heimsku og á myndunum virðast þeir ekki sérlega klárir. Þegar þeir sem muna eftir þessari bók úr æsku voru að alast upp voru engir ungir svartir strákar í skólunum. Það er gjörbreytt. Þetta er eins og til hefði verið bók um tíu litlar húsmæður. Ein straujaði yfir sig og þá voru eftir níu. Ein var ekki með matinn á réttum tíma, þá lamdi maðurinn hennar hana og þá voru eftir átta. Myndum við endurútgefa hana?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »