Stærsta hótel landsins formlega opnað

Nýr hótelturn Grand Hótel Reykjavík hefur varla farið fram hjá neinum sem hefur átt leið framhjá Sigtúni, en í dag verður nýi turninn, sem er 65 metra hár og 14 hæðir, formlega opnaður. Alls eru 314 herbergi í hótelinu auk 14 ráðstefnu- og veislusala sem gerir hótelið það stærsta á landinu.

Það er hátt til lofts og vítt til veggja í nýjum 800 fermetra móttökusal hótelsins, sem kallast Miðgarður, en þar má meðal annars sjá glerlistaverkið Völuspá eftir listamanninn Leif Breiðfjörð sem hann bjó til sérstaklega fyrir hótelið.

Í nýja turninum eru 209 herbergi þar af tvær 130 fermetra forsetasvítur á 13. hæð sem eru búnar öllum nútímaþægindum.

Klukkan 17 í dag verður hótelið formlega opnað að viðstöddu fjölmenni.

Vefur Grand Hótel Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert