EM í skák: Sigur á Pólverjum

Íslenska liðið teflir við Georgíu í 1. umferð mótsins.
Íslenska liðið teflir við Georgíu í 1. umferð mótsins.

Ísland vann Pólverja, 3:1, í annarri umferð Evrópumóts landsliða í skák, sem fram fer á Krít. Pólverjar eru með 10. stigahæstu sveitina á mótinu en hafa byrjað afar illa og eru aðeins með 1,5 vinninga eftir tvær umferðir. Íslendingar, sem eru með 3,5 vinninga, mæta í dag Norðmönnum, sem eru með 5,5 vinninga en þar er Magnus Carlsen á 1. borði.

Stefán Kristjánsson vann Radoslaw Wojtaszek (2.635) mjög örugglega. Hannes Hlífar vann Bartosz Socko á 1. borði, Héðinn vann Miton Kamil á 2. borði og Stefán Kristjánsson vann Radoslaw Wojtaszek. Henrik Danielsen tapaði fyrir Gajewski Grzegorz á 3. borði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert