Tólfhundraðasta ganga Ferlis

Göngumenn voru vel klæddir er þeir gengu Nesið.
Göngumenn voru vel klæddir er þeir gengu Nesið. mynd/Ómar Smári

Félagar í útivistarfélaginu Ferli fóru í dag í 1.200 gönguna þegar gengin var hringur á Þórkötlustaðanesi frá skiltinu að rústum Þórshamars og fleiri húsa sem voru á Nesinu.

Farið var spölkorn með ströndinni og horft yfir Þórkötlustaðasund þar sem fornkonan Þórkatla mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast, að því er fram kemur á heimasíðu ferðahópsins.

Gengið var að gömlu þurrkbyrgjunum í Strýtuhólahrauni og í áttina að vitanum. Ýmislegt var skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. M.a. var boðið upp á brim af bestu gerð.

Í lok göngu var boðið upp á afmæliskaffi hjá Björgunarsveitinni Þorbirni við Seljabót, en björgunarsveitin hefur bjargað 232 mannslífum frá stofnun.

Nánari upplýsingar um ferðahópinn má sjá hér.

Upplýsingaskilti um Þórkötlustaðanes.
Upplýsingaskilti um Þórkötlustaðanes. mynd/Ómar Smári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert