Vínbúðin á Húsavík flytur

mbl.is/Hafþór

Í dag opnaði ÁTVR nýja verslun á Húsavík að Garðarsbraut 21, nánar tiltekið í gamla pósthúsinu. Útibú ÁTVR hefur verið á Húsavík síðan á vordögum 1991, að Túngötu 1, en flytur sig nú um set. Sigurður Þórarinsson verið útibússtjóri allan þann tíma en lætur nú af störfum og Börkur Emilsson mun veita nýju versluninni forstöðu.

Í tilefni opnunarinnar var boðið upp á dýrindis rjómatertu og kaffi og hér eru það fyrstu viðskiptavinir verslunarinnar, þau Kristbjörn Óskarsson og Anna María Bjarnadóttir, sem þiggja tertusneið hjá Berki Emilssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina