Fjöldi fólks varð frá að hverfa í Þjóðminjasafninu í dag

Ljósmynd/Guðmundur Ólafsson

Þjóðminjasafnið bauð fólki að koma með forngripi eða gamla muni í skoðun og greiningu í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem Þjóðminjasafnið býður þessa þjónustu. Viðbrögð urðu meiri en starfsfólkið átti von á. Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs, segir að um 100 manns hafi komist að en fjöldi fólks orðið frá að hverfa. Þjóðminjasafnið mun því bjóða almenningi þessa þjónustu reglulega.

Fólk kom með alls kyns hluti til greiningar, gamla ættarmuni, skartgripi, silfur, útskurð og myndir. Þar á meðal var silfurkanna frá 1776. Þá kom kona með öxi eina til greiningar sem hún fann í Þjórsárdal fyrir nokkru. Líklegt þykir að öxin sé frá 11. eða 12. öld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »