Sveinn Rúnar á leið inn á Gasasvæðið

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, er nú á leið inn á Gasasvæðið, en hann hefur undanfarna daga freistað þess að komast þangað. Sveinn Rúnar hefur verið á Vesturbakkanum frá því í lok september.

Sveinn Rúnar áformar m.a. að heimsækja Ahli Arab Hospital, sem rekið er af ensku biskupakirkjunni í Gasaborg, heilsugæslu og sjúkrahús á vegum samtaka heilbrigðisstarfsnefnda og barnaverkefni í Beit Hanoun.

mbl.is

Bloggað um fréttina