Áframhaldandi skjálftar við Selfoss

Kort sem sýnir skjálftana í kvöld.
Kort sem sýnir skjálftana í kvöld.

Jarðskjálftar hafa mælst áfram í kvöld við Selfoss en eftir klukkan 22 hafa þeir verið undir 2 stig á Richter. 21:40 urðu tveir skjálftar sem mældust rétt tæp 3 stig á Richter og laust fyrir klukkan 22 fundust skjálftar sem samkvæmt skjálftatöflu Veðurstofunnar hafa mælst 2,1 til 2,4 stig. Voru upptök þeirra, líkt og fyrri skjálfta í kvöld, um tvo km norðaustur af Selfossi.

Skjálftalisti á síðu Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka