Hátt í klukkustund leið frá tilkynningu að útkalli

Bíllinn í Höfðabrekkutjörnum.
Bíllinn í Höfðabrekkutjörnum. mbl.is/Jónas

„Þegar manneskja lendir í vatni skiptir hver einasta sekúnda máli. Þannig að þegar maður lendir í vatni þarf að kalla alla út um leið,“ segir Bryndís F. Harðardóttir, formaður svæðisstjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á svæði 16.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins barst upphaflega tilkynningin um bifreið sem hafnaði í Höfðabrekkutjörnum til Neyðarlínunnar kl. 9.28 að morgni sunnudags, en björgunarsveitin Víkverji í Vík fékk ekki boð um útkall fyrr en kl. 10.18.

Þá þegar voru björgunaraðgerðir hins vegar komnar vel á veg, því þannig vildi til að vegfarandinn sem upphaflega kom að og tilkynnti um bílinn, Andrés Pálmason, er sjálfur í björgunarsveitinni og hann hafði í beinu framhaldi af símtalinu til Neyðarlínunnar samband við félaga sinn í björgunarsveitinni sem svo aftur hafði samband við formann sveitarinnar sem fór strax í það að útvega bát sem nota mætti við björgunaraðgerðirnar. Aðeins nokkrum mínútum eftir að útkallið frá Neyðarlínunni barst, þ.e. kl. 10.26, var maðurinn því kominn í sjúkrabíl sem kallaður hafði verið á svæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert