Ræs! sagði Össur

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fylgjast með …
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fylgjast með því sem er að gerast í Fljótsdalsstöð. mbl.is/Brynjar Gauti

„Strákar, nú ætla ég að gefa ykkur skýrar ordrur um að ræsa," sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, í dag við Georg Pálsson, stöðvarstjóra í Fljótsdalsstöð. Össur var á Hótel Nordica í Reykjavík en Georg var stöðvarhúsinu fyrir austan og gangsetti Kárahnjúkavirkjun formlega.

Þegar hverflarnir í í vél 6 í virkjunni voru komnir á fullan snúning, 600 snúninga á mínútu, gaf Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, skipun um að rafmagn yrði  „fasað" við kerfið, með orðunum: „Er ekki kominn tími til að tengja."<p>

Gangsetningarathöfn Kárahnjúkavirkjunar fór fram bæði Reykjavík og í Fljótsdalsstöð, en ráðherrar og forsvarsmenn Landsvirkjunar komust ekki austur vegna veðurs. Ræður fóru fram um fjarfundabúnað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina