Tilboð í eignir á Keflavíkurflugvelli birt

Frá blaðamannafundi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í dag.
Frá blaðamannafundi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í dag. vf.is/pket

Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar birti í dag  opinberlega yfirlit yfir öll tilboð sem félaginu hafa borist í eignir sem gengið hefur verið frá sölu á. Fram kemur þar, að í 96% tilfella var hæsta tilboði tekið.

Tilboðin voru birt á blaðamannafundi en kom fram, að heildarverðmæti fasteignanna var metið á 11 milljarða króna. Nú stefnir í að fasteignir verði seldar fyrir tvöfalt hærri upphæð.

Stjórn félagsins segir, að við sölu fasteigna á Keflavíkurflugvelli og aðra starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hafi í einu og öllu verið farið eftir lögum og þess gætt að sem arðsömust nýting og hæst verð fáist fyrir fasteignirnar.

Félagið sagði, að eitt af markmiðunum með sölu eignanna hafi verið að hafa sem mest jákvæð áhrif á samfélagið og sem minnst neikvæð. Með það að leiðarljósi hafi verið kallað eftir áhugasömum aðilum með hugmyndir um nýtingu eigna á svæðinu,  meðal annars  með áberandi auglýsingum með vísun í  vef félagsins, þar sem allar óseldar eignir ríkisins á svæðinu eru kynntar og söluskilmálar tíundaðir.

Vefur Þróunarfélagsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert