Íbúðalán á evrópskum kjörum

„Við stefnum að því að bjóða Íslendingum upp á íbúðalán í evrum á sams konar kjörum og þekkjast í Þýskalandi í náinni framtíð," segir Ingólfur Ingólfsson, stjórnarformaður Sparnaðar ehf. sem gert hefur samning við þýska fjármálafyrirtækið VKB um að koma á fót starfsemi fyrirtækisins hér á landi undir merkjum Bayern-Líf.

 „Ef okkur verður vel tekið eins og ég geri fastlega ráð fyrir stefnum við á að bjóða Íslendingum upp á sambærileg lánaviðskipti og þekkjast annars staðar í Evrópu sem allra fyrst," segir Ingólfur. „Þá er hugsanlegt að íbúðalánin geti orðið með fimm prósenta vöxtum án verðtryggingar í staðinn fyrir sex til sjö prósenta verðtryggða vexti eins og tíðkast hérlendis nú."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert