Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi

„Ég er búinn að vera í viðræðum við Starbucks um að opna á Íslandi í mörg ár," segir Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Skífunnar. Bjarni hefur sett af stað undirskriftalista, á slóðinni Starbucks.is, sem ætlað er að þrýsta á eigendur kaffihúsakeðjunnar Starbucks um að gefa vilyrði fyrir opnun á Íslandi.

„Ég er mikill áhugamaður um Starbucks á Íslandi," segir Bjarni. „Þeim finnst markaðurinn svo lítill á Íslandi að það taki því ekki að sprikla hér. En þau vita af undirskriftalistanum og munu örugglega fylgjast með. Ég mun hafa samband þegar listinn er orðinn almennilegur."

Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims með yfir 15.000 kaffihús í rúmlega 40 löndum. Fyrirtækið er í mjög örum vexti og opnar að meðaltali sjö kaffihús á hverjum degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina