Vörur í stórum pakka dýrari en í litlum

Vörur í stórum pakkningum eru oft hlutfallslega dýrari en sömu vörur í minni pakkningum samkvæmt óforlegri könnun 24 stunda í Krónunni.

Cheerios í tvöföldum pakka var dýrarar í innkaupum en einfaldur pakki. Sama gilti um grænar baunir í Krónunni. Stærri pakkningar voru oftast ódýrari en litlar í Bónus, það gildi þó ekki um grænar baunir.

Formaður Neytendasamtakanna telur það vera fyrir neðan allar hellur að vara sé dýrari í stórum pökkum en litlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina