Ákærðir fyrir nauðgun

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo Litháa fyrir að nauðga íslenskri konu í miðborg Reykjavíkur um miðjan nóvember. Hæstiréttur staðfesti í dag  úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að mennirnir sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Hæstiréttur stytti varðhaldstímann til 31. janúar en héraðsdómur hafði fallist á kröfu lögreglu um varðhald til 29. febrúar. Vísar Hæstiréttur til þess, að rík skylda sé til að hraða málsmeðferð þegar grunaður maður sæti gæsluvarðhaldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina