Miðnæturbomban innkölluð

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur innkallað flugeld sem kallaður er Miðnæturbomban þar sem vart hefur orðið við galla í slíkum flugeldum. Miðnæturbomban er stór flugeldur sem hefur verið seldur fyrir þessi áramót á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Er fólk sem hefur slíka flugelda undir höndum beðið um að skila þeim á sölustaði björgunarsveitanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina